fim 30. apríl 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Segir meiri ríg við Chelsea en Arsenal
Dele Alli, miðjumaður Tottenham.
Dele Alli, miðjumaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Dele Alli miðjumaður Tottenham segir að Lundúnaslagir liðsins við Chelsea séu stærri í augum leikmanna en viðureignirnar gegn Arsenal.

Alli segir að það sé meiri rígur í garð Chelsea þó leikirnir við Arsenal séu líklega stærri hjá stuðningsmönnum.

Tottenham og Chelsea hafa leikið marga eftirminnilega leiki síðustu árin, þar á meðal er 'baráttan um Brúnna' 2016 þar sem Chelsea kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir, náði í stig og færði Leicester titilinn.

Gríðarlegur hiti var í leikmönnum í þeim leik.

„Ef þú spyrð stuðningsmenn þá munu þeir líklega gefa þér annað svar en í augum leikmanna er rígurinn við Chelsea stærri en við Arsenal. Það er vegna þess sem hefur átt sér stað undanfarin ár," segir Alli.

„Stuðningsmenn elska Norður-Lundúnaslaginn við Arsenal en hjá leikmönnum er viðureignin við Chelsea stærri."

Chelsea hafði betur í báðum leikjunum gegn Tottenham á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner