fim 30. apríl 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Torres smellpassa við leikstíl Klopp
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð að Ferran Torres, leikmaður Valencia, myndi passa fullkomlega inn í lið Klopp.

Torres er ein af skærustu ungu stjörnum í La Liga og hafa mörg félög sýnt hinum 20 ára miðjumanni áhuga. Þar á meðal eru félög á borð við Barcelona og Juventus.

Fernando Gomez, yfirmaður íþróttamála hjá Valencia, er á þeirri skoðun að Torres og Liverpool myndu smellpassa saman.

„Ferran Torres er frábær leikmaður," sagði Gomez við Football Espana. „Hann hefur sprungið út mjög ungur og það sýnir að hann hefur náð miklum þroska."

„Hann getur spilað vel í hvaða liði sem er og í hvaða deild sem er. Það gildir líka með England að sjálfsögðu, Liverpool eða hvaða lið sem er. Leikkerfi Klopp hentar honum vel og er Torres andlega sterkur og getur höndlað pressu og miklar kröfur."


Samningur Torres við Valencia rennur út sumarið 2021 en Valencia vill halda í ungstirnið þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner