Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 30. apríl 2021 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Horsens fallið í B-deild
Horsens er fallið
Horsens er fallið
Mynd: Getty Images
Tvö Íslendingalið léku í dag í fallumspilinu í dönsku Superliga.

Horsens gerði 3-3 jafntefli gegn Vejle og Lyngby tapaði 4-0 gegn Álaborg á útivelli.

Horsens er nú þrettán stigum á eftir Vejle þegar fjórar umferðir eru eftir.

Lyngby er einnig í fallsæti en er átta stigum á eftir og á tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi.

Álabog berst við SönderjyskE og OB um 7. sætið sem gefur möguleika á Evrópusæti.

Ágúst Eðvald Hlynsson er á mála hjá Horsens en hann er á láni hjá FH út júní. Frederik Schram er á mála hjá Lyngby en hann var ekki í leikmanahópnum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner