fös 30. apríl 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Leipzig og Dortmund í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á dagskrá á næstu dögum í þýska boltanum þar sem undanúrslit bikarsins eiga sér stað.

Werder Bremen tekur á móti RB Leipzig í undanúrslitum í kvöld en gestirnir frá Leipzig eru taldir sigurstranglegri.

Bæði lið eru búin að halda hreinu það sem af er bikarkeppninnar en heimamenn í Bremen fóru ansi auðvelda leið á meðan Leipzig er búið að slá Wolfsburg og Augsburg út.

Annað kvöld á Borussia Dortmund svo heimaleik við B-deildarlið Holstein Kiel. Gestirnir frá Kiel slógu FC Bayern óvænt úr leik í 32-liða úrslitum og hafa síðan þá fengið Darmstadt og RW Essen á móti sér.

Það verður áhugavert að sjá hvernig spútnik liði bikarkeppninnar tekst gegn sterku liði Dortmund, sem hefur þó valdið vonbrigðum á tímabilinu.

Kiel er toppbaráttu þýsku B-deildarinnar, tveimur stigum frá umspilssæti með þrjá leiki til góða.

Að lokum á Mainz leik við Hertha Berlin í þýsku deildinni á mánudaginn. Hertha á þrjá leiki inni á önnur lið, þar á meðal gegn Mainz í fallbaráttunni.

Föstudagur:
18:30 Werder Bremen - RB Leipzig

Laugardagur:
18:30 Dortmund - Holstein Kiel

Mánudagur:
Þýska deildin:
16:00 Mainz - Hertha Berlin
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner