Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 30. apríl 2022 15:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Leeds og Manchester City: De Bruyne á bekknum
Mynd: EPA

Leeds United og Manchester City mætast í síðdegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


City kemst aftur uppfyrir Liverpool á topp deildarinnar með sigri en Leeds er að reyna að klóra sér frá botnbaráttunni.

Jesse Marsch gerir þrjár breytingar á Leeds liðinu sem gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í síðustu umferð. Daniel James var í fremstu víglínu í síðasta leik en Rodrigo verður sennilega fremsti maður í dag.

Pep Guardiola gerir fimm breytingar á liðinu sem vann Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni í ótrúlegum leik. Ake virðist vera í hægri bakverði á kostnað Zinchenko. Þá kemur Cancelo inn fyrir Stones en hann tók út leikbann gegn Real.

De Bruyne er ekki í byrjunarliðinu en Ilkay Gundogan kemur inn í hans stað.

Leeds: Meslier, Ayling, Cooper, Struijk, Firpo, Raphinha, Koch, Phillips, Dallas, Harrison, Rodrigo.

Man City: Ederson, Cancelo, Dias, Laporte, Ake, Rodri, Gundogan, Foden, Jesus, Grealish, Sterling.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner