lau 30. apríl 2022 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola ætlar að gera þriggja ára samning við Man City
Pep Guardiola ætlar að vera lengur hjá Man City
Pep Guardiola ætlar að vera lengur hjá Man City
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola. stjóri Manchester City á Englandi, ætlar að framlengja samning sinn við félagið til 2025 en það er Simon Mullock hjá Mirror sem greinir frá þessu.

Guardiola á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Man City en félagið er þegar búið að opna viðræður við umboðsmann og bróður Guardiola, Pere.

Hann segist enn eiga ókláruð verkefni hjá félaginu og ætlar sér að framlengja samning sinn til 2025.

Aðalmarkmið Guardiola síðustu ár hefur verið að vinna Meistaradeildina og mun hann framlengja þó svo honum takist að vinna þann titil í lok mánaðar en það hefur verið rætt að hann ætlaði sér að leita á önnur mið þegar sá titill væri kominn í hús.

Man City hefur undanfarnar vikur verið í viðræðum við norska framherjann Erling Braut Haaland og er útlit fyrir að hann spili með City á næstu leiktíð en félagið fullvissaði hann um það að Guardiola yrði áfram og er það mjög mikilvægur partur af ákvörðun Haaland.

Samkvæmt Mullock þá mun Guardiola framlengja samning sinn við félagið í sumar og mun því berjast við Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, í nokkur ár til viðbótar. Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til 2026 og heldur barátta þeirra tveggja því áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner