Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. apríl 2022 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Liverpool verður meistari ef við vinnum ekki alla leikina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var eðlilega ánægður með 4-0 sigurinn á Leeds United á Elland Road en liðið þarf að vinna fjóra leiki í viðbót til að vinna ensku úrvalsdeildina.

Man City leiddi með einu marki eftir erfiðan fyrri hálfleik en náði betur stjórn á þeim síðari og kláraði dæmið með þremur mörkum til viðbótar.

Liðið er áfram með eins stigs forystu á Liverpool þegar fjórir leikir eru eftir en Guardiola segir þetta allt saman frekar einfalt.

„Við vissum alveg hvernig þeir spiluðu áður en við komum hingað og þurftum við að þjást mikið í fyrri hálfleiknum, en við náðum stjórn á þessu og gátum skorað fleiri mörk. Þetta eru ótrúleg úrslit fyrir okkur."

„Þeir eru svo fljótir þarna fremst. Dagurinn í dag var mikilvægur til að eiga möguleika á að því að vinna deildina aftur. Við vörðumst vel og stundum eru föstu leikatriðin mikilvæg í svona leikjum. Við erum svo sterkir með Nathan Aké á vellinum."

„Við höfum verið í þessari stöðu svo oft og mörgum sinnum. Þetta snýst ekki um pressuna. Þetta er frekar einfalt, við þurfum að vinna alla leikina okkar til að verða meistarar. Ef við gerum það ekki þá vinnur Liverpool deildina,"
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner