Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 30. apríl 2022 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Ég horfði á þetta og það var aldrei aukaspyrna
Heimir fagnar í kvöld.
Heimir fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Helgi Mikael lyfti tveimur rauðum.
Helgi Mikael lyfti tveimur rauðum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur að liðið hafi unnið sanngjarnan 2-1 sigur á KR í Bestu deildinni í kvöld en hann var meðal annars spurður út í umdeilda sigurmarkið sem Valur skoraði í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 KR

Valur lenti undir í leiknum er Kjartan Henry Finnbogason skoraði eftir átján mínútur en jöfnunarmark Patrick Pedersen undir lok fyrri hálfleiks gaf þeim mikla trú inn í þann síðari.

„Já, mér fannst þetta nú sanngjörn úrslit. Ef þú ætlar að vinna KR þá eru ákveðin grunnatriði leiksins sem þurfa að vera í lagi eins og seinni boltar og framvegis og við vorum ekki að gera það nógu vel eftir að við náðum góðum tökum á leiknum og í seinni hálfleik fyrir utan kannski uppbótartíma fannst mér eitt lið á vellinum. Létum boltann ganga vel og sköpuðum góð færi. Þetta var góð liðsframmistaða og ef þú ætlar að vinna KR þá þarftu á því að halda," sagði Heimir.

Heimir segir að jöfnunarmarkið hafi breytt miklu og gefið leikmönnum kraft inn í seinni hálfleikinn.

„Auðvitað breytti það miklu. Hjálpaði okkur mikið inn í seinni hálfleik, frábært mark og frábær fyrirgjöf hjá Birki og skalli hjá Patrick. Menn stöppuðu stálinu í hvorn annan í hálfleiknum og held að við höfum sýnt það í seinni hálfleiknum að það hjálpaði okkur."

Helgi Mikael Jónasson var á flautunni í kvöld en dómgæslan þótti á köflum umdeild. Sigurmarkið þá sérstaklega en KR-ingar vildu fá brot í aðdraganda marksins. Í staðinn hélt leikurinn áfram og var brotið á Pedersen fyrir utan teig og skoraði Jesper Juelsgård úr spyrnunni. KR-ingar vildu einnig brot í aðdraganda sigurmarksins hjá Blikum í síðustu umferð og talaði Heimir um það.

„Alls ekki. Mér fannst hann dæma vel. KR-ingarnir spiluðu við Breiðablik um daginn og það átti að vera einhver aukaspyrna í markinu sem Breiðablik skoraði. Ég horfði á þetta og það var aldrei aukaspyrna og svo á að vera aukaspyrna þarna og þarna. Hann dæmdi vel og ekki yfir neinu að kvarta," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner