Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 30. apríl 2022 17:59
Brynjar Ingi Erluson
Hope Solo óskar eftir seinkun á frægðarhöllinni því hún ætlar í meðferð
Hope Solo
Hope Solo
Mynd: Getty Images
Hope Solo, fyrrum markvörður bandaríska kvennalandsliðsins, hefur óskað eftir seinkun á inntöku hennar í frægðarhöllina þar sem hún ætlar að vinna í sínum málum og fara í meðferð en hún greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Solo lagði hanskana á hilluna árið 2016 eftir að hafa spilað 202 landsleiki fyrir Bandaríkin.

Hún vann Ólympíuleikana í tvígang með landsliðinu og vann þá HM í Kanada árið 2015.

Í síðasta mánuði fannst hún áfengisdauð í bifreið sinni með kornunga tvíburasyni sína í aftursætinu og var Solo handtekin á staðnum fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Það átti að taka Solo inn í frægðarhöllina í Bandaríkjunum en þessi fyrrum markvörður hefur óskað eftir að seinka því svo hún geti unnið í sínum málum.

„Ég er búinn að hafa samband við frægðarhöllina og beðið um að seinka inntökunni til 2023. Ég hef ákveðið að fara í meðferð til að meðhöndla vandamál mitt við áfengi. Ég ætla að leggja alla mína einbeitingu og orku í heilsu mína, ná bata og hugsa um fjölskylduna. Ég vil þakka frægðarhöllinni fyrir þeirra stuðning og skilning á ákvörðun minni," sagði Solo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner