Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2022 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lazio þurfti að hafa fyrir hlutunum í La Spezia
Sergej Milinkovic-Savic skoraði fyrir Lazio
Sergej Milinkovic-Savic skoraði fyrir Lazio
Mynd: EPA
Spezia 3 - 4 Lazio
1-0 Kelvin Amian ('9 )
1-1 Ciro Immobile ('33 , víti)
2-1 Kevin Agudelo ('35 )
2-2 Ivan Provedel ('54 , sjálfsmark)
3-2 Petko Hristov ('56 )
3-3 Sergej Milinkovic-Savic ('68 )
3-4 Francesco Acerbi ('90 )

Lazio ætlar sér í Evrópudeildina og steig skref í átt að þeirri keppni með því að vinna Spezia 4-3 í La Spezia í kvöld.

Heimamenn tóku forystuna í gegnum Kelvin Amian á 9. mínútu áður en markamaskínan, Ciro Immobile, jafnaði úr vítaspyrnu eftir hálftímaleik.

Spezia náði forystuna aftur tveimur mínútum síðar er Kevin Agudelo vippaði yfir Thomas Strakosha í markinu og staðan því 2-1 fyrir liðinu í hálfleik. Ivan Provedel, markvörður Spezia, skoraði sjálfsmark á 54. mínútu er skot Lazio fór í stöng og í bakið á Provedel og í netið.

Petk Hristov skoraði hins vegar stuttu síðar fyrir Spezia eftir hann kláraði vel úr teignum eftir aukaspyrnu frá vinstri. Serbneski miðjumaðurinn Sergej Milinkovic-Savic jafnaði frir Lazio á 68. mínútu og undir lok leiksins tryggði Francesco Acerbi sigurinn.

Lazio er í fimmta sæti deildarinnar með 59 stig eftir 35 leiki og sjö stigum á eftir Juventus sem er í 4. sætinu. Það eru ekki miklar líkur á að Lazio fari í Meistaradeildina en liðið er í góðri stöðu um að fá Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner