Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. apríl 2022 14:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Napoli valtaði yfir Sassuolo á tuttugu mínútum
Mynd: Getty Images

Napoli er komið langt með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en liðið valtaði yfir Sassuolo í dag.


Lorenzo Insigne lagði upp fyrstu tvö mörkin. Það fyrra á Kalidou Koulibaly og það síðara á Victor Osimhen.

Hirving Lozano skoraði þriðja markið og Dris Mertens það fjórða og rétt rúmlega 20 mínútur liðnar af leiknum. Mörkin urðu þó ekki fleiri í fyrri hálfleik.

Eftir tæplega 10 mínútur í síðari hálfleik skoraði Mertens sitt annað mark og fimmta mark Napoli. Amir Rrahmani negldi síðasta naglann í kistu Sassuolo. Maxime Lopez náði að klóra í bakkann fyrir Sassuolo undir lok leiksins. 6-1 lokatölur.

Napoli er í 3. sæti með 12 stiga foyrstu á Roma sem er í 5. sæti en Napoli í þrjá leiki eftir og Roma fjóra.

Cagliari er í erfiðum málum eftir 2-1 tap gegn Verona. Liðið er þremur stigum frá fallsæti en Salernitana sem er fyrri neðan á tvo leiki til góða.

Cagliari 1 - 2 Verona
0-1 Antonin Barak ('8 )
0-2 Gianluca Caprari ('44 )
1-2 Joao Pedro ('57 )

Napoli 6 - 0 Sassuolo
1-0 Kalidou Koulibaly ('7 )
2-0 Victor Osimhen ('15 )
3-0 Hirving Lozano ('19 )
4-0 Dries Mertens ('21 )
5-0 Dries Mertens ('54 )
6-0 Amir Rrahmani ('80 )


Athugasemdir
banner