Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. apríl 2022 14:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Daði getur ekki hætt - Lecce fór illa að ráði sínu
Mynd: Getty Images

Síðasti leikur tímabilsins hjá Bolton fór fram í dag þegar Fleetwood kom í heimsókn.


Jón Daði Böðvarsson sem lagði upp eitt mark í síðasta leik og skoraði tvö í leiknum þar á undan byrjaði á bekknum í dag. Liðið var með 2-1 forystu þegar hann kom inná sem varamaður.

Þegar tíu mínútur voru eftir jafnaði Fleetwood en Bolton komst í forystu þegar skammt var til leiksloka. Jón Daði rak síðan síðasta naglann í kistu Fleetwood þegar sex mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Bolton endar tímabilið í 9. sæti fyrir ofan Portsmouth á markatölu.

Lecce gat tryggt sér efsta sætið í Serie B á Ítalíu með sigri á Vicenza í dag. Þórir Jóhann Helgason byrjaði á bekknum en hann kom inná í fyrri hálfleik.

Liðið komst yfir með marki frá Gabriel Strefezza þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Það stefndi í sigur Lecce en Vicenza fékk vítaspyrnu í uppbótartíma sem liðið nýtti sér.

Það var miklu bætt við og þegar 13 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma tryggði Vicenza sigurinn Lecce þarf að sigra botnlið Podenone til að tryggja sætið sitt í Serie A á næsta tímabili.

Lecce er stigi á undan Monza og tveimur stigum á undan Cremonese sem situr í 3. sæti.

Pisa er í 4. sæti sem gefur sæti í undanúrslitum umspilsins eftir 1-1 jafntefli gegn Cosenza, Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn. Spal tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri á Frosinone. Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Spal en hann er að jafna sig af meiðslum.


Athugasemdir
banner