Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 30. apríl 2022 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd missti af Haaland - „Annars hefði hann farið þangað"
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United átti möguleika á því að landa norska framherjanum Erling Braut Haaland fyrir tveimur árum en Borussia Dortmund hafði betur eftir að hafa sett klásúlu í samning hans.

Haaland var að raða inn mörkum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og voru öll stærstu lið Evrópu á eftir honum.

Hann samdi við Borussia Dortmund í janúar fyrir tveimur árum og er í dag einn besti framherji heims en hann var nálægt því að fara til Manchester United.

„Fyrst og fremst þurfum við að vita það að við þurfum nýjan Erling Haaland," sagði Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund í viðtali við Ruhr Nachtrichten.

Dortmund var nálægt því að missa af Haaland fyrir tveimur árum en félagið ákvað að setja klásúlu í samning hans sem leyfir honum að fara fyrir 75 milljónir evra.

„Þegar allt kom til alls var sannleikurinn sá að við settum klásúlu í samning hans, annars hefði hann farið til Manchester United," sagði Watzke.

Manchester City er talið líklegast til að hreppa Haaland í sumar en Real Madrid er einnig sagt í baráttunni um hann.

„Hann verður að taka ákvörðun og það mun gerast á endanum en það mikilvæga er að okkar starf heldur áfram. Ef það er eitt sem Dortmund getur gert þá er það að finna annan Haaland."
Athugasemdir
banner
banner
banner