lau 30. apríl 2022 21:32
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Lyon í úrslit eftir sigur á PSG
Wendie Renard fagnar því að vera komin áfram í úrslit
Wendie Renard fagnar því að vera komin áfram í úrslit
Mynd: EPA
PSG 1 - 2 Lyon (3-5, samanlagt)
0-1 Ada Hegerberg ('14 )
1-1 Marie-Antoinette Katoto ('62 )
1-2 Wendie Renard ('83 )

Lyon er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa lagt Paris Saint-Germain að velli í kvöld, 2-1. Þetta er í tíunda sinn sem Lyon spilar til úrslita í Meistaradeildinni.

Ada Hegerberg tók forystuna fyrir Lyon á 14. mínútu. Selma Bacha átti konfektsendingu inn í teiginn á Ödu sem skallaði boltann efst í vinstra hornið. Frábær byrjun hjá Lyon.

Marie-Antoinette Katoto jafnaði metin á 62. mínútu. PSG keyrði upp í sókn og átti nokkrar tilraunir að marki áður en boltinn datt fyrir Katoto sem skoraði af stuttu færi.

Tuttugu mínútum síðar tryggði Wendie Renard liði Lyon sigurinn eftir glæsilega aukaspyrnu frá hægri. Boltinn barst inn á teiginn og stökk Renard hæst allra leikmanna og stangaði hann í netið.

Lokatölur 2-1 fyrir Lyon og vinnur liðið samanlagt 5-3. Lyon mætir því Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með Lyon í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner