Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. apríl 2022 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Wolfsburg vann Börsunga en það dugði ekki til
Sveindís Jane og stöllur hennar unnu Barcelona 2-0 en það var ekki nóg í dag.
Sveindís Jane og stöllur hennar unnu Barcelona 2-0 en það var ekki nóg í dag.
Mynd: Mirko Kappes
Wolfsburg 2 - 0 Barcelona (3-5, samanlagt)
1-0 Tabea Wassmüth ('47 )
2-0 Jill Roord ('59 )

Barcelona er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-0 tap gegn Wolfsburg á AOK-leikvanginum í dag.

Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg en erfitt verkefni beið hennar og liðsfélaga hennar. Fyrri leiknum lauk með 5-1 sigri Börsunga og þurfti liðið því að vinna upp fjögurra marka forystu.

Eftir markalausan fyrri hálfleiks tókst Tabeu Wassmüth að ná forystunni fyrir Wolfsburg. Aukaspyrna Felicitas Rauch fór yfir vegginn og eftir darraðadans sparkaði Sveindís boltanum í leikmann Barcelona og datt boltinn fyrir Wassmüth sem skoraði.

Tólf mínútum síðar gerðu heimakonur annað mark og nú var það Jill Roord með föstu skoti eftir góðan sprett.

Wolfsburg reyndi hvað það gat til að bæta við mörkum undir lok leiks en ekkert varð úr því. Barcelona fer í úrslitaleikinn með því að vinna samanlagt, 5-3, og mætir Lyon eða Paris Saint-Germain í úrslitum.

Sveindís Jane lék allan leikinn með Wolfsburg gegn Evrópumeisturunum og fer þetta beint í reynslubankann en Wolfsburg er fyrsta liðið til að vinna Barcelona síðan í júní á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner