Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. maí 2021 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ísbjörninn skoraði 13 mörk gegn Afríku
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Afríka 1 - 13 Ísbjörninn
0-1 David Jaen Ibarra ('4)
0-2 Vladimir Panic ('18)
0-3 Milos Bursac ('25)
0-4 Marcin Wiekiera ('27)
0-5 Vladimir Panic ('33, víti)
0-6 Marcin Wiekiera ('40)
1-6 Grzegorz Jan Kicinski ('45)
1-7 Vladimir Panic ('51)
1-8 Orats Reta Garcia ('52)
1-9 Milos Bursac ('54)
1-10 Vladimir Panic ('57, víti)
1-11 Marcin Wiekiera ('60)
1-12 Vladimir Panic ('67, víti)
1-13 Sigurjón Daði Valdimarsson ('77)
Rautt spjald: Alessandro Dias Bandeira, Afríka ('89)

Það fór fram einn leikur í 4. deildinni í kvöld en Afríka tók á móti Ísbirninum.

Svo fór að Ísbjörninn valtaði yfir Afríku en þessi leikur kláraðist fljótt, hvað varðar úrslit.

Ísbjörninn var kominn 0-5 yfir eftir rúmlega hálftíma leik og var staðan 1-6 þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir bættu svo við sjö mörkum til viðbótar í seinni hálfleik og lönduðu að lokum 1-13 sigri.

Ótrúlegar tölur en þetta var fyrsti sigur Ísbjarnarins í sumar. Liðið er með fimm stig í þriðja sæti A-riðils. Afríka er á botni riðilsins og með markatöluna 1:34 eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner