Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 30. maí 2021 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Athyglisverður árangur Kovacic í Meistaradeildinni
Mynd: epa
Chelsea og Manchester City mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Chelsea vann 1-0 með marki frá Kai Haverts.

Mateo Kovacic byrjaði á bekknum hjá Chelsea en hann kom inn á fyrir Mason Mount þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þetta voru hans fyrstu mínútur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sínum ferli en þrátt fyrir það fékk hann sína fjórðu medalíu um hálsinn í gær.

Hann var í Meistaradeildarhópi Real Madrid tímabilin 2015/16, 2016/17 og 2017/18. Hann fékk ekki að ferðast með liðinu í úrslitaleikinn 2015/16 en sat allan tíman á varamannabekk liðsins í seinni tvö skiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner