Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti Djair að vera inn á vellinum? - „Eins og góð júdóglíma"
Djair Parfitt-Williams.
Djair Parfitt-Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Djair Parfitt-Williams jafnaði metin fyrir Fylki gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

En átti Djair að vera enn inni á vellinum þegar hann skoraði?

Á 75. mínútu gerði nefnilega þetta: „Djair tók einhvern trylling og sneri Heiðar Ægisson niður með miklum látum. Má teljast heppinn að liturinn á þessu spjaldi hafi ekki verið rauður."

Heiðar Ægisson, leikmaður Stjörnunnar, fékk einnig að líta gula spjaldið.

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi um atvikið eftir leik í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst mjög sérkennilegt þegar okkar ágæti bakvörður Heiðar var tekinn niður í sniðglímu á lofti, eins og góð júdóglíma. Okkar ágætu ólympíufarar í gegnum tíðina hefðu verið mjög stoltir af henni," sagði hann en hefði hann viljað sjá rauða spjaldið fara á loft þar?

„Ég sagði það ekki, ég held að þetta sé ekki leyfilegt í fótbolta, er það? Ég held við séum þá sammála svo ég þarf ekki að svara því. Þegar línuvörður og fjórði dómari eru nálægt þessu atviki og það sést eins og það hafi verið sýnt hægt þá fór þetta ekki framhjá neinum. Boltinnn var nálægt og þetta var úti á miðjum velli. En við getum ekkert gert nema kvartað og fáum lítið fyrir það."

Stjarnan var einum færri á þeim tímapunkti sem þetta gerðist. Fylkir jafnaði fimm mínútum eftir atvikið.


Toddi: Klaufalegt hjá Emil að láta gabba sig
Athugasemdir
banner
banner