Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 12:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birkir Már: Vinstri fóturinn var ekki að fara að teikna neina gullsendingu
Icelandair
Birkir fagnar í Bandaríkjunum.
Birkir fagnar í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Birkir Már Sævarsson var til viðtals eftir 2-1 tap landsliðsins gegn Mexíkó í nótt.

Lestu nánar um leikinn

Nokkur orð frá þér um frammistöðu liðsins í kvöld?

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins, sérkstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við loka á allt sem þeir voru að gera. Náðum að skapa okkur einhver hálffæri, mögulega einhver færi og náum góðu marki. Í seinni hálfleik vissum við að þeir myndu koma aðeins á okkur og vera meira með boltann en við hefðum viljað halda boltanum meira og ná að skapa okkur aðeins meira."

„Andri Fannar fékk í gott færi, við hefðum geta komist í 2-0. Svo settu þeir góða leikmenn inn og við orðnir þreyttir og þeir náðu að setja á okkur pressu og troða inn þessum mörkum."

Það hafa ekki verið margir landsleikir með áhorfendum uppá síðkastið, þó svo það séu áhorfendur í Pepsi Max deildinni þá eru þeir ekki 40 þúsund. Hvernig fannst þér stemningin á vellinum?

„Frábær stemning, það var geggjað að fá að spila fyrir framan áhorfendur aftur. Maður er orðinn vanur því að heyra bergmálið í sjálfum sér þegar maður er að spila. Það er frábært að fá 40 þúsund áhorfendur, það er ekki alveg fullur, þetta er risastór völlur en að fá svona mikið af fólki og þessa geggjuðu stemningu það gefur manni mikið."

Birkir Már skoraði í 4-1 sigri landsliðsins gegn Liechetenstein í undankeppni HM í Mars. Hann átti skot sem fór af Edson Alvarez og því skráð sem sjálfsmark. Hann var beðinn um að lýsa markinu.

„Mig minnir að ég hafi fengið fínan bolta frá Aroni upp í hornið, næ góðri snertingu framhjá varnarmanninum svo vissi ég að vinstri fóturinn var ekki að fara teikna neina gull sendingu á hausinn á Kolla þannig að ég ákvað að senda hann í átt að markinu og sjá hvað það myndi gefa okkur, sem betur fer fór hann inn."

Birkir er kominn með 98 landsleiki. Er hann farinn að hugsa um að halda upp á 100 landsleiki?

„Nei, ég ætla að byrja á því að halda mér í landsliðinu og fá vonandi að spila þessa leiki í haust. Ég tel mig hafa lagt inn umsókn um að fá að spila þessa leiki í haust og vonandi helst ég heill og næ að spila sem flesta leiki með Val áður en að því kemur."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner