sun 30. maí 2021 18:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið HK og Leiknis: Stefan Ljubicic leiðir línuna hjá HK
HK gerir tvær breytingar - Leiknismenn gera þrjár
Stefan Alexander Ljubicic snýr aftur í byrjunarlið HK
Stefan Alexander Ljubicic snýr aftur í byrjunarlið HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:15 flautar Ívar Orri Kristjánsson til leiks viðureign HK og Leiknis úr Breiðholti þegar 7. umferð Pepsi Max-deildar karla hefur göngu sína.

Heimamenn í HK eru enn í leit að fyrsta sigri sumarsins á meðan Leiknismenn hafa komið skemmtilega á óvart í upphafi móts og verið duglegir í stigasöfnun.

HK heimsótti KR í síðustu umferð og sótti gott stig af Meistaravöllum. Þeir gera tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik en Jón Arnar Barðdal og Stefan Alexander Ljubicic koma inn fyrir Bjarna Gunnarsson og Atla Arnarsson.

Leiknismenn hafa farið frábærlega af stað í þessari deild og lögðu FH á heimavelli í síðustu umferð. Þeir gera þrjár breytingar fyrir þennan leik en Daði Bærings Halldórsson, Máni Austmann Hilmarsson og Arnór Ingi Kristinsson koma inn fyrir Erni Bjarnason, Árna Elvar Árnason og Gyrði Hrafn Guðbrandsson .

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Jón Arnar Barðdal
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
29. Valgeir Valgeirsson
30. Stefan Alexander Ljubicic

Byrjunarlið Leiknis:
12. Guy Smit (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Bjarki Aðalsteinsson
5. Daði Bærings Halldórsson
7. Máni Austmann Hilmarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar
24. Daníel Finns Matthíasson
28. Arnór Ingi Kristinsson

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - ÍA
19:15 Fylkir - Stjarnan
19:15 HK - Leiknir R.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner