Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 03:19
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Aron langbestur
Icelandair
Birkir Már Sævarsson skorar mark Íslands.
Birkir Már Sævarsson skorar mark Íslands.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ísland tapaði fyrir Mexíkó í nótt. 2-1 enduðu leikar en íslenska liðið var yfir i hálfleik.

Lestu nánar um leikinn

Fín frammistaða hjá íslenska liðinu en hér má sjá einkunnagjöf leiksins:

Rúnar Alex Rúnarsson 6
Öruggur í flestum sínum aðgerðum en var þó ekki sannfærandi í öðru marki Mexíkó.

Birkir Már Sævarsson 7
Gerði afskaplega vel þegar hann skoraði mark Íslands.

Hjörtur Hermannsson 7
Öflugur og með sjálfstraustið í góðu lagi.

Brynjar Ingi Bjarnason 6
Átti öflugan leik og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik þó hann hafi gert dýrkeypt mistök í jöfnunarmarki Mexíkó.

Hörður Ingi Gunnarsson 5
Var á köflum í smá brasi og heppinn að vera ekki refsað.

Þórir Jóhann Helgason 6
Var hlaupandi allan leikinn og lagði sig af lífi og sál í verkefnum.

Aron Einar Gunnarsson 9
Var klárlega besti maður vallarins á meðan hann spilaði. Setti tóninn og dreif menn áfram. Þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 60. mínútu og þá gaf íslenska liðið eftir.

Birkir Bjarnason 7
Komst vel frá sínu.

Ísak Bergmann Jóhannesson 7
Þessi efnilegi leikmaður var sérstaklega sprækur í upphafi leiks. Hjálpaði vel til í varnarleiknum.

Jón Daði Böðvarsson 6
Fann sig ágætlega á kantinum.

Kolbeinn Sigþórsson 7
Leit vel út á vellinum og virðist vera að komast í ansi gott form. Lofandi fréttir fyrir íslenska landsliðið.

Af bekknum:
Andri Fannar Baldursson 6
Athugasemdir
banner
banner
banner