Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Hallgríms áfram í Katar?
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson er án félags eftir að hafa sagt skilið við Al Arabi í Katar. Hann þjálfaði Al Arabi frá 2018.

Heimir náði eins og allir vita mögnuðum árangri með íslenska landsliðið frá 2011 til 2018.

Al Arabi hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar í Katar á síðustu leiktíð. Liðið féll úr leik í undanúrslitum Emír-bikarsins fyrr í þessum mánuði.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði verður áfram hjá Al Arabi, en það er spurning hvert næsta skref Heimis verður. Elvar Geir Magnússon sagði í útvarpsþættinum í gær að samkvæmt blaðamanni í Katar, þá væri áhugi á Heimi þar í landi.

„Ég heyrði það frá fréttamanni í Katar að það væru önnur félög í Katar sem hefðu áhuga á að fá hann til starfa. Svo er spurning hvort Heimir sé til í að taka við öðru liði þar í landi. Það á eftir að koma í ljós," sagði Elvar.

Útvarpsþáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Íslenski boltinn - Rok í Lengjudeildinni og þeir bestu aftast
Athugasemdir
banner
banner
banner