Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. maí 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry mættur aftur í þjálfarateymi Belgíu
Henry fagnar marki með Arsenal.
Henry fagnar marki með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry er mættur aftur í þjálfarateymi belgíska landsliðsins fyrir Evrópumótið í sumar.

Henry átti að starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi í kringum mótið en ætlar frekar að taka fram þjálfaramöppuna.

Hinn 43 ára gamli Henry kom fyrst inn í þjálfarateymi Roberto Martinez árið 2016 en hætti tveimur árum síðar til að taka við sem þjálfari Mónakó í Frakklandi.

Hann stýrði svo Montreal Impact í MLS-deildinni en hætti þar í febrúar á þessu ári.

Henry er goðsögn í fótboltaheiminum enda var hann magnaður leikmaður. Belgía er eitt af sigurstranglegustu liðunum fyrir EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner