Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 30. maí 2021 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingarnir í Venezia ekki í opna rútu - „Eina leiðin til að fagna"
Bjarki Steinn fagnar marki með ÍA.
Bjarki Steinn fagnar marki með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Venezia tryggði sér sæti í ítölsku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Þetta varð ljóst eftir 1-1 jafntefli gegn Cittadella. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Venezia á heimavelli Cittadella. Gestirnir leiddu hins vegar lengi vel í seinni leiknum og leit allt út fyrir það að einvígið færi í framlengingu.

Riccardo Bocalon skoraði hins vegar á 93. mínútu og jafnaði leikinn fyrir Venezia sem var manni færri frá 36 mínútu. Einvígið endaði því 2-1 fyrir Venezia sem er mætt í efstu deild.

Bjarki Steinn Bjarkason, Jakob Franz Pálsson og Óttar Magnús Karlsson eru á mála hjá félaginu.

Eftir titla og stóra sigra fara lið stundum í opna rútu á meðan stuðningsmenn fagna. Íslenska landsliðið gerði það eftir EM 2016. Lífið er hins vegar öðruvísi í Feneyjum. Leikmenn Venezia ferðuðust um í gondóla á meðan stuðningsmenn fögnuðu. Hér að neðan má sjá myndband.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner