Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 13:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leik ÍBV og Víkings frestað til 17:00
Lengjudeildin
Af Hásteinsvelli í 2. umferð deildarinnar.
Af Hásteinsvelli í 2. umferð deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur ÍBV og Víkings frá Ólafsvík átti upprunalega að hefjast klukkan 15:00 í gær.

Leikurinn fór ekki fram í gær en var settur á klukkan 14:00 í dag. Í kjölfarið var honum svo frestað til klukkan 17:00 sem er leiktími sem miðað er við þessa stundina.

Leikurinn er lokaleikur 4. umferðar Lengjudeildarinnar og fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Víkingar og dómarar mættu til eyja í gær.

Búist er við því að veðrinu sloti þegar líður á daginn og því var leiknum frestað um þrjá klukkutíma.

Í dag fer einnig fram leikur Vestra og Grindavíkur og hófst sá leikur klukkan 13:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner