Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 30. maí 2021 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknir getur selt Sævar erlendis
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fyrir tímabilið var það tilkynnt að Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, myndi fara í Breiðablik eftir tímabilið.

Hinn tvítugi Sævar Atli er fyrirliði Leiknis en hann skoraði þrettán mörk og var í lykilhlutverki þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.

Hann er svo sannarlega búinn að sanna það að hann er nægilega góður fyrir Pepsi Max-deildina og gott betur en það. Hann er búinn að skora sex mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Vefmiðillinn 433.is sagði frá því í vikunni að það væri klásúla í samningi Sævars að Leiknir mætti selja hann erlendis eftir tækifæri til þess býðst í sumar.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í kvöld, að þetta væri rétt.

Sævar var nýlega valinn í æfingahóp hjá U21 landsliðinu.
Siggi Höskulds: Erum bara hrikalega stoltir af þessari frammistöðu
Athugasemdir
banner
banner