Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Tveir sigrar í röð hjá ÍBV og Ólsarar stigalausir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Sigurður Grétar Benónýsson ('10 )
2-0 Jose Enrique Seoane Vergara ('57 )
Lestu nánar um leikinn

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni, þá er ÍBV búið að vinna síðustu tvo leiki sína.

ÍBV fór með sigur af hólmi gegn botnliði Víkings Ólafsvík í Vestmannaeyjum í dag.

Sigurður Grétar Benónýsson kom ÍBV yfir eftir tíu mínútna leik. „Heimamenn komnir yfir. Löng sending innn fyrir. Marvin telur skógarhlaup úr markinu en Sigurður er á undan í boltann, sólar Marvin og rennir boltanumní autt markið," var skrifað í textalýsingu frá leiknum.

Eyjamenn voru sterkari aðilinn og þeir komust í 2-0 snemma í seinni hálfleik. Sito bætti þá við marki eftir sendingu frá Gonzalo Zamorano.

Eyjamenn sigldu sigrinum heim og þeir eru núna komnir með sex stig í fimmta sæti. Þeir eru núna þremur stigum frá öðru sæti. Ólsarar eru á botninum án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner