Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. maí 2021 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikar kvenna: Þróttur skoraði sjö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðab/Höttur/Leiknir 1 - 7 Þróttur R.
0-1 Linda Líf Boama ('20)
0-2 Linda Líf Boama ('24)
1-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('32)
1-3 Shaelan Grace Murison Brown ('59)
1-4 Shaelan Grace Murison Brown ('63)
1-5 Shaelan Grace Murison Brown ('71)
1-6 Ísabella Anna Húbertsdóttir ('89)
1-7 Hildur Egilsdóttir ('90)

Þróttur Reykjavík vann þægilegan sigur á Fjarðab/Hetti/Leikni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Þetta var fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitunum en hann fór fram í Mjólkurbikarnum.

Linda Líf Boama skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Þróttara. Freyja Karín Þorvarðardóttir minnkaði muninn fyrir leikhlé og var staðan 1-2 í hálfleik.

Shaelan Grace Murison Brown kom inn á sem varamaður og hún átti mjög flotta innkomu. Hún er búin að skora eitt mark í Pepsi Max-deildinni en hún gerði þrennu í dag eftir að hafa byrjað á bekknum.

Ísabella Anna Húbertsdóttir gerði sjötta mark Þróttara. Mark hennar var stórkostlegt, langskot langt utan af velli. Svo gerði Hildur Egilsdóttir sjöunda markið áður en flautað var af.

Lokatölur voru 1-6 og er Þróttur fyrsta liðið sem er komið í átta-liða úrslit. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram.
Athugasemdir
banner
banner