Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Guðbjörg fékk fimm á sig - Aftur í landsliðið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er búin að spila fyrstu tvo leiki Arna-Björnar í Noregi en það hefur ekk farið vel í þessum tveimur leikjum.

Guðbjörg gekk í raðir Arna-Björnar frá Djurgården í Svíþjóð fyrir tímabilið.

Arna-Björnar tapaði 4-1 í fyrsta leik gegn Klepp og tapaði svo 5-2 gegn Lilleström í gær. Guðbjörg lék með Lilleström frá 2014-15 en hennar gamla lið skoraði fimm mörk á hana.

Arna-Björnar er á botni norsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvo leikina.

Guðbjörg er 36 ára gömul og á að baki 64 A-landsleiki. Hún sneri aftur á fótboltavöllinn í lok síðasta árs eftir að hafa eignast tvíbura.

Hún spilaði síðast með landsliðinu 2019 en það verður fróðlegt að sjá hvort hún snúi aftur í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki gegn Írlandi í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner