sun 30. maí 2021 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Íslendingalið í þremur efstu sætunum
Alfons Sampsted fer núna til móts við íslenska landsliðið.
Alfons Sampsted fer núna til móts við íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt töpuðu óvænt fyrir Odd í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði 1-0 fyrir Odd en Alfons spilaði 72 mínútur fyrir Bodö/Glimt. Hann fer núna til móts við landsliðshópinn fyrir leiki gegn Færeyjum og Póllandi.

Rosenborg er á toppi deildarinnar eftir 4-2 sigur á Stabæk í dag. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður Rosenborg, er frá vegna meiðsla. Rosenborg er með einu stigi meira en Bodö/Glimt en Alfons og félagar eiga leik til góða.

Brynjólfur Willumsson spilaði 70 mínútur fyrir Kristiansund, liðið sem er í þriðja sæti, þegar það vann 1-0 sigur á Lilleström.

Viðar Örn Kjartansson fór af velli eftir rúmlega hálftíma leik í 3-1 sigri Vålerenga gegn Sandefjord. Viðar Ari Jónsson, bakvörður Sandefjord, spilaði 66 mínútur. Vålerenga er í fimmta sæti og Sandefjord í 14. sætinu.

Emil Pálsson var í byrjunarliði Sarpsborg í 0-2 útisigri á Tromsö, en Íslendingalið Stromsgodset og Viking töpuðu sínum leikjum. Stromsgodset tapaði 3-0 fyrir botnliði Brann og Viking tapaði 4-2 gegn Haugesund. Valdimar Þór Ingimundarson var í byrjunarliði Stromsgodset en Ari Leifsson var ónotaður varamður. Samúel Kári Friðjónsson byrjaði hjá Viking.

Viking er í sjötta sæti, Sarpsborg situr í áttunda sæti og Strømsgodset er í 13. sæti núna.

Davíð Kristján kom ekki við sögu
Bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson kom ekki við sögu þegar Álasund tapaði Start, 2-0. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start sem er í sjöunda sæti með sex stig eftir þrjá leiki. Álasund er með sex stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner