Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 30. maí 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pétur algjör snillingur... ungu gæjarnir svo stressaðir"
Haukur Páll, fyrirliði Vals, ræðir við Pétur.
Haukur Páll, fyrirliði Vals, ræðir við Pétur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var aðeins hiti undir lokin þegar KR og ÍA áttust við í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Leikurinn endaði 3-1 fyrir KR en hægt er að lesa nánar um hann hérna.

Þetta eru tvö sögufræg félög í fótboltanum á Íslandi og eðlilegt að það var smá hiti á hliðarlínunni.

Pétur Guðmundsson var fjórði dómari í kvöld og það var engin tilviljun að mati Guðmundar Benediktsson, sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Ólafur Jóhansson, sigursælasti þjálfari Íslands síðustu 20 árin, tók undir það í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Ég held að það sé erfiðasta hlutverkið hjá dómara, að vera fjórði dómari. Þjálfarar eru alltaf kolvitlausir, það breytist ekkert. Þar er Pétur algjör snillingur. Ég man ekki eftir að hafa lent í neinu veseni með Pétur sem fjórða dómara. Hann er svo yfirvegaður og rólegur," sagði Ólafur og bætti við:

„Svo er fullt af ungum gæjum sem eru þarna stundum, og þeir eru alveg skelfilegir. Þeir eru svo stressaðir. Það er af því að upp í stúku situr maður með penna og hann skrifar það niður ef hann finnst þú ekki hafa nægilega góða stjórn á bekkjunum. Það er einhver maður sem veit ekkert um fótbolta. Pétur er mjög fínn í þessu, ég veit það."
Athugasemdir
banner
banner