Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samúel vill komast aftur í landsliðið - Hættur að pirra sig
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson hefur farið vel af stað með Viking í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Samúel Kári skoraði eitt og lagði upp tvö mörk þegar Viking vann 1-3 útisigur á Lilleström um síðustu helgi. Hann lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleiknum og innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði sjálfur á 83. mínútu leiksins.

Frábær leikur hjá hinum 25 ára gamla Samúel og komst hann í lið vikunnar.

Hann sneri aftur til Viking í fyrra eftir að hafa spilað með Paderborn í efstu deild Þýskalands. Hann kom við sögu í fimm leikjum hjá Paderborn.

Samúel var í fróðlegu viðtali við Eurosport fyrir nokkrum vikum síðan. Samúel er að verða faðir í fyrsta sinn og segist hann hafa þroskast mikið að undanförnu. Hann sá hvernig það er að spila á hæsta stigi hjá Paderborn og þangað vill hann komast aftur. „Til þess að afreka það, þá verð ég að gera allt rétt innan vallar sem utan vallar."

Bjarte Lunde Aarsheim, þjálfari Viking, segir í viðtalinu að Samúel hafi æft mjög vel í vetur. „Hann er leikmaður sem getur spilað í mörgum stöðum og einn af þeim leikmönnum sem hefur verið hvað öflugastur í vetur. Hann er orðinn betri í að nota hverja æfingu til að bæta sig. Hann er líka með betri líkamstjáningu."

Kristoffer Løkberg, miðjumaður Vikng, segir að Samúel sé eins og nýr leikmaður. „Hann notar orkuna á réttan hátt núna, notar hana í ná boltanum aftur í staðinn fyrir að vera pirraður út í sjálfan sig eða liðsfélagana. Hann er góður drengur innan vallar sem utan."

Samúel er fjölhæfur miðjumaður en á undirbúningstímabilinu var verið að 'drilla' hann í tíuhlutverkinu. Hann stefnir á að komast aftur í landsliðið. Hann var hluti af HM-hópi Íslendinga 2018.

„Það er gott að ég er enn bara 25 ára. Ég hef spilað á hæsta stigi og ég get sagt við sjálfan mig: 'Áfram gakk, þú átt enn framtíð í boltanum'."

„Metnaður minn er að komast aftur í landsliðið. Þú vilt alltaf spila fyrir landsliðið. Ég vil komast aftur í hópinn," sagði Samúel en alla greinina má lesa hérna.

Samúel verður í eldlínunni núna klukkan 18:00 þegar Viking heimsækir Haugesund í norsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner