Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 30. maí 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Settu þær of mikla pressu á sig í fyrra?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur farið afskaplega vel af stað í Pepsi Max-deildinni í sumar og er á toppnum eftir fimm leiki með 13 stig.

Í fyrra var Selfossi spáð mjög góðu gengi en þær ollu ákveðnum vonbrigðum þrátt fyrir að lenda í fjórða sæti. Þær voru óskrifað blað - ef svo má segja - fyrir tímabilið í ár en hafa farið mjög vel af stað.

Hvað er breytt frá því í fyrra?

„Ég veit ekki hvort þetta sé vegna þess að þær settu ekki á sig sömu pressu og í fyrra. Gæti það verið?" sagði Margrét Sveinsdóttir, þjálfari ÍR, í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.

„Þær eru með þrjá mjög góða útlendinga í liðinu sínu. Caity Heap, Brenna og Emma eru allar frekar góðar."

„Eva Núra er búin að koma frábærlega á miðjuna," sagði Hulda Mýrdal og bætti við:

„Það er ekki eins og Selfoss sé að prenta út nýtt lið. Þarna eru Barbára, Bergrós, Anna María, Magdalena, Hólmfríður, Unnur Dóra, Þóra, Áslaug. Þetta er "Íslandsmeistaraliðið" frá því í fyrra, þær eru með fleiri stig núna."

Samt sem áður hafa þær misst Önnu Björk Kristjánsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur, tvær landsliðskonur, frá því í fyrra.

„Ég veit ekki, settu þær of mikla pressu á sig í fyrra?" sagði Margrét.

„Það er ekkert þægilegt að fara inn í mótið ef þú hefur aldrei orðið Íslandsmeistari og það á að vinna mótið," sagði Hulda.

Eru þær að fara að verða í toppbaráttunni? „Ég held að Selfoss stríði öllum liðunum í sumar," sagði Rún Friðriksdóttir, fyrrum fyrirliði Hauka. „Það er ekkert auðvelt að mæta þeim og það er ekki gaman að fara á Selfoss og spila. Það er alltaf einhver stemning í stúkunni hjá þeim," sagði Margrét.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Heimavöllurinn: Stórslys á Hlíðarenda og toppliðið lætur verkin tala
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner