Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Silfurskeiðin í góðum gír þrátt fyrir hræðilegt gengi Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silfurskeiðin, stuðningsmannahópur Stjörnunnar, hefur staðið vel við bakið á sínu liði þrátt fyrir erfitt gengi í upphafi Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Þeir voru í stuði á pöllunum á Fylkisvelli í kvöld þegar þeirra menn gerðu jafntefli við Fylki.

„Það er magnað að fylgjast með Silfurskeiðinni, stuðningsmannahópi Stjörnunnar í sumar. Þó svo liðið hafi bara skorað mörk í einum af fyrstu sex leikjum sumarsins, og er á botni deildarinnar, syngja þeir og tralla allan leikinn og aldrei heyrist neitt neikvætt úr hópnum. Öðrum til eftirbreytni að vera svona jákvæðir í mótlæti," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í beinni textalýsingu.

Hópurinn var í góðum Eurovision gír í kvöld.

„Fly on the Wings of Love" syngja Silfurskeiðarmenn hátt hérna í stúkunni til heiðurs markaskorarans Magnus Anbo," skrifaði Hafliði stuttu eftir að Stjarnan tók forystuna.

Danir unnu Eurovision árið 2000 þegar Olsen bræður sungu Fly on the Wings of Love. Anbo er danskur.

Leikurinn endaði 1-1 og er Stjarnan í næst neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með þrjú stig eftir sjö leiki.


Athugasemdir
banner
banner