Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 30. maí 2021 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefan klúðrað tveimur vítum í röð - Skiptir HK um vítaskyttu?
Stefan Ljubicic.
Stefan Ljubicic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Alexander Ljubicic, sóknarmaður HK, hefur klúðrað tveimur vítaspyrnum í röð.

Hann klúðraði illa gegn FH fyrr í sumar og var hann gagnrýndur fyrir spyrnutækni sína þar. Í kvöld tók hann arfaslaka spyrnu þegar HK lagði Leikni að velli. Hann hefði getað komið HK í 3-0, en í staðinn varð leikurinn spennandi á lokamínútunum.

Stefán Marteinn Ólafsson setti Stefan í "vondan dag" í skýrslu sinni frá leiknum. „Stefan Alexander Ljubicic hefði getað drepið leikinn undir lok fyrri hálfleiks með því að skora úr vítaspyrnunni sinni en vítið var ekki gott og varið af Guy Smit. Er sennilega manna svekktastur út í sjálfan sig en getur hresst sig við það að hann átti stóran þátt í fyrsta marki HK," skrifað Stefán.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, býst ekki við að skipta á vítaskyttum þrátt fyrir þessi tvö klúður.

„Nei, ég hef bara ekki hugsað um það. Sennilega ekki nei," sagði Brynjar þegar hann var spurður út í það eftir leikinn.

Allt viðtalið við Brynjar má sjá hér að neðan.
Brynjar Björn: Hefðum geta verið búnir að klára leikinn í fyrri hálfleik
Athugasemdir
banner
banner