Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. maí 2021 16:36
Victor Pálsson
Svíþjóð: Jón Guðni bikarmeistari eftir Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson og hans félagar í Hammarby eru sænskir bikarmeistarar árið 2021.

Úrslitaleikur mótsins fór fram í dag en leikið var á Tele2 vellinum í höfuðborg Stokkhólms. Hacken var mótherji Hammarby.

Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í leik þar sem hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma eða framlengingu.

Oskar Sverrisson var í byrjunarliði Hacken í tapinu en hann fór af velli fyrir Valgeir Lunddal Friðriksson í framlengingu.

Valgeir kom inná á 96. mínútu leiksins og spilaði síðustu 14 mínútur framlengingarinnar.

Það var Hammarby sem vann að lokum 5-4 í vítakeppni en Benie Traore reyndist skúrkur Hacken og klikkaði á einu vítaspyrnunni.
Athugasemdir
banner