Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 23:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það besta sem við höfum séð til Kolla í mörg ár"
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson átti góðan leik síðastliðna nótt þegar Ísland tapaði naumlega í vináttulandsleik gegn Mexíkó.

Íslenska liðið átti öflugan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og var yfir í hálfleik. Skot Birkis Más Sævarssona eftir stundarfjórðung breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í netinu.

En í seinni hálfleik voru Mexíkóar mun betri og tryggðu sér verðskuldaðan sigur.

Það var blanda af reynslumeiri og reynsluminni leikmönnum í byrjunarliði Íslands. Brynjar Ingi, Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason byrjuðu leikinn en þetta var þeirra fyrsti A-landsleikur. Rúnar Þór Sigurgeirsson, Ísak Óli Ólafsson og Gísli Eyjólfsson komu af bekknum og léku allir fyrsta landsleikinn.

Kolbeinn byrjaði í fremstu víglínu með Jóni Daða Böðvarssyni, líkt og á EM 2016.

Kolbeinn hefur átt í miklum erfiðleikum með meiðsli síðustu ár en það var mikill kraftur í honum gegn Mexíkó. Hann hefur verið að spila alla leiki með Gautaborg í Svíþjóð og virðist í góðu formi.

„Eitt sem mér fannst skemmtilegast við þennan leik, það var að sjá Kolla frammi. Þvílíkur kraftur í honum og hann er farinn að minna á gamla Kolla. Það er ekki langt í að hann slái markametið ef hann verður í þessu standi því þeir réðu ekkert við hann," sagði Baldur Sigurðsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

„Það var mikið fagnaðarefni að sjá Kolla í þeim ham sem hann var í. Þetta er það besta sem við höfum séð til hans í mörg ár. Það er mjög mikilvægt," sagði Ólafur Jóhannesson, sigursælasti þjálfari Íslands síðustu 20 árin.

„Svo fannst mér ungu leikmennirnir, mér fannst þeir flestallir mjög fínir. Það var gaman að sjá Þóri Jóhann. Skipulagið var flott og varnarleikurinn fínn. Þetta var flott. Auðvitað vantaði mikið af leikmönnum," sagði Óli.

Kolbeinn er 31 árs gamall og vonandi nær hann að halda sér áfram í góðu standi. Það eru mikilvægir leikir í undankeppni HM í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner