Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorvaldur um stjórnina: Fengið gríðarlega góðan stuðning
Þorvaldur tók við liðinu í byrjun þessa mánaðar.
Þorvaldur tók við liðinu í byrjun þessa mánaðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var léttara yfir Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um Stjörnuna í upphafi móts en liðið er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu sjö leikina í deildinni. Það hefur mikið gengið á í Garðabænum, en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik. Talað var um að hann væri ósáttur við stjórn félagsins.

Þorvaldur virtist skjóta á stjórn félagsins í viðtali eftir tap gegn KA en í kvöld sagðist hann hress með yfirmenn sína.

„Auðvitað segir það sig sjálft þegar þú tapar leikjum að þú ert ekki himinlifandi og brosandi. Hvaða maður væri það?" sagði Þorvaldur eftir jafnteflið gegn Fylki í kvöld.

„Ég bara mjög jákvæður... ég fékk Ejub með inn og það hefur verið frábært. Við höfum fengið gríðarlega góðan stuðning frá stjórn og stuðningsmönnum. Við höldum bara áfram að reyna að vinna í þessu. Við höfum gaman að áskorun."

„Ég og Rúnar áttum mjög gott samstarf í vetur. Ég og Ejub höfum átt mjög gott samstarf. Ég get ekki svarað fyrir hönd Rúnar, en ég og Rúnar áttum ágætis samstarf með stjórn í vetur. Það var reynt að gera vel. Ég get ekki kvartað yfir því sem hefur gerst undanfarið. Stjarnan er gott félag. Við erum í brekku og menn verða að takast á við sumar brekkurnar."

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Toddi: Klaufalegt hjá Emil að láta gabba sig
Athugasemdir
banner
banner
banner