Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 30. maí 2021 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Svekkjandi tap hjá Alexöndru í bikarúrslitum
Mynd: Eintracht Frankfurt
Alexandra Jóhannsdóttir spilaði um 80 mínútur þegar Eintracht Frankfurt tapaði á mjög svekkjandi máta gegn Wolfsburg í bikarúrslitunum í Þýskalandi.

Alexandra byrjaði á bekknum en kom inn á þegar um 39 mínútur voru liðnar vegna meiðsla liðsfélaga hennar. Hún spilaði inn á miðri miðjunni.

Staðan var markalaus þegar Alexandra kom inn á, og var það enn þegar flautað var til leiksloka.

Það þurfti því að framlengja. Á 97. mínútu fékk markvörður Wolfsburg að líta beint rautt spjald þar sem hún kom mjög klaufalega út úr teignum og braut á sóknarmanni Frankfurt. Alexandra og stöllur hennar reyndu að ná sigurmarkinu einum fleiri en á 116. mínútu náði Wolfsburg skyndisókn þar sem þær skoruðu fyrsta markið í leiknum.

Lokatölur 1-0 og er Wolfsburg bikarmeistari sjöunda skiptið í röð. Frankfurt sýndi hetjulega baráttu í leiknum en það dugði ekki til.

Alexandra gekk í raðir Frankfurt frá Breiðablik í janúar. Hún er uppalin í Haukum í Hafnarfirði.

Sjá einnig:
Alexandra úr sama fótboltaskóla og Sara: Ákveðin og með mikið keppnisskap
Athugasemdir
banner
banner
banner