Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 30. maí 2021 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Toddi: Klaufalegt hjá Emil að láta gabba sig
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við náðum fljótt að skipuleggja okkur eftir að við misstum mann af velli, menn voru fljótir að átta sig og gerðu það mjög vel enda skynsamir drengir og mjög leikreyndir leikmenn sem eru tilbúnir að leggja sig mikið fram. Við róuðum okkur aðeins niður en hefðum átt að halda boltanum stundum betur. Þvílík vinnsla og þvílíkur dugnaður í liðinu og það er frábært," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1 - 1 jafntefli við Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Stjarnan

Hann ræddi líka atvik þar sem Emil Atlason fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Arnóri Gauta Jónssyni í fyrri hálfleiknum.

„Hann er nappaður í landhelgi, það er ýtt í hann og honum ögrað og hann svarar kannski klaufalega," sagði Þorvaldur. En var hann svekktur út í Emil að láta nappa sig?

„Mér finnst klaufalegt að láta gabba sig í það í fljótu bragði og mér fannst hann líka gera meira úr því hinn leikmaðurinn. Það réttlætir ekkert en hann er að ögra Emil að fara í hann þegar Emil er að hlaupa og hann svarar fyrir sig. Dómarinn sér það og það er klaufalegt hjá Emil.

Toddi minntist svo líka á atvik þar sem Djair Parfitt-Williams braut illa á Heiðari Ægissyni og báðir fengu áminningu fyrir.

„Mér fannst mjög sérkennilegt þegar okkar ágæti bakvörður Heiðar var tekinn niður í sniðglímu á lofti, eins og góð júdóglíma. Okkar ágætu ólympíufarar í gegnum tíðina hefðu verið mjög stoltir af henni," sagði hann en hefði hann viljað sjá rauða spjaldið fara á loft þar?

„Ég sagði það ekki, ég held að þetta sé ekki leyfilegt í fótbolta er það? Ég held við séum þá sammála svo ég þarf ekki að svara því. Þegar línuvörður og fjórði dómari eru nálægt þessu atviki og það sést eins og það hafi verið sýnt hægt þá fór þetta ekki framhjá neinum. Boltinnn var nálægt og þetta var úti á miðjum velli. En við getum ekkert gert nema kvartað og fáum lítið fyrir það."

Hann sagði að það væri góður hugur í hópnum og félagið hafi staðið sig vel í vikunni þó það hafi verið brekka sem heldur áfram. Það stæðu allir saman og héldu áfram fram veginn.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan og þar ræðir hann stöðuna á liðinu og segist hafa fengið gríðarlega góðan stuðning frá stjórn og stuðningsmönnum sem hann hrósaði líka. Hann segir líka niðurröðun mótsins sérstaka þegar liðið er að fara í tveggja vikna pásu, spilar næst 12. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner