Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. maí 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel og Abramovich hittust fyrst í gær - Nýr samningur?
Thomas Tuchel og Roman Abramovich spjalla eftir leikinn
Thomas Tuchel og Roman Abramovich spjalla eftir leikinn
Mynd: epa
Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea og Roman Abramovich, eigandi félagsins, hittust í fyrsta sinn í gær síðan Tuchel tók við liðinu í janúar.

Þeir hittust inn á Estadio de Dragao leikvanginum um leið og leik lauk í gær,

„Ég held að ég sé kominn með nýjan samning, umboðsmaðurinn minn var eitthvað að tala um það en ég er ekki alveg viss. Það var einstakt augnablik að hitta eigandann í fyrsta skiptið inn á vellinum. Þetta var besti tíminn til þess, eða kannski sá versti, þetta getur bara orðið verra eftir þetta," sagði Tuchel.

„Við munum spjalla betur saman á morgun. Ég vil að hann viti að ég sé enn hungraður og vill strax fá næsta titil. Við erum með sterkan leikmannahóp og ég vil minnka bilið," bætti Tuchel við.

Athugasemdir
banner
banner
banner