Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 30. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umdeild dómaraákvörðun á Dalvík - Tíu metrar eða 30 metrar?
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Ægis.
Úr leik Dalvíkur/Reynis og Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var rætt um umdeilt atvik í leik Dalvíkur/Reynis og Ægis í 3. deild karla í nýjasta þætti Ástríðunnar.

Leikar enduðu 1-1 en Dalvíkingar jöfnuðu metin undir blálokin með umdeildu marki.

„Það gerist á 96. mínútur að Gunnar Darri Bergvinsson jafnar metin fyrir Dalvík/Reyni og það sem gerist þar á undan er Stefan Dabetic potar boltanum út af út í horni á vallarhelmingi Dalvík. Dalvíkingar taka upp næsta bolta, nánast við miðju. Þeir kasta boltanum af stað, lélegur varnarleikur... þeir kasta boltanum svona 30 metrum framar en það átti að vera," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Rólegur!" sagði Gylfi Tryggvason. „Mér fannst þetta vera 10 metrar."

„Boltinn fer úr mynd en þú sérð hvert hann er að stefna. Segjum svona 25 metrum framar en hann átti að vera. Þeir kasta boltanum af stað; fáránleg heppni, leikmaður fær boltann í sig og það verður að stungusendingu. Þeir jafna á 96. mínútu. Það var komið fram yfir uppbótartíma og Dalvík stelur öðru stigi. Þeir fá aðstoð við það, mér finnst það," sagði Sverrir.

„Dómarar á Íslandi eru gallharðir hvar innköst eru tekin. Mér finnst pirrandi að það sé ekki lína," sagði Sverrir jafnframt.

Dalvík er með fimm stig eftir þrjá leiki en hefur ekki virkað sannfærandi í byrjun móts að mati þeirra félaga. Atvikið má sjá hér að neðan og þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.


Ástríðan - Uppbótartíminn reyndist mönnum erfiður
Athugasemdir
banner
banner
banner