Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mán 30. maí 2022 17:02
Brynjar Ingi Erluson
Alfons um nýju treyjuna: Það er erfitt að dæma hana eina og sér
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var mættur á æfingu liðsins í Danmörku fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni, en hann tjáði sig einnig stuttlega um nýju landsliðstreyjuna sem var opinberuð í dag.

Alfons tók ekki þátt í æfingu landsliðsins í dag þar sem hann var að spila með norska meistaraliðinu Bodö/Glimt í gær en hann gaf sér tíma til að ræða við Fótbolta.net á æfingunni.

Hann er gríðarlega spenntur fyrir leikjunum fjórum í júní og hefur góða tilfinningu fyrir þessu.

Fyrsti leikurinn er gegn Ísrael á fimmtudag í Tel Aviv en hann segist þó vita lítið um liðið.

„Já, leikur í gærkvöldi og ferðalag í morgun. Það er stærsti þátturinn í þessu, stýra álagi og vera eins klár og hægt er fyrir fimmtudaginn," sagði Alfons.

„Það verður spennandi. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki mikið um Ísrael svona sem fótboltalið. Við eigum eftir að fara í gegnum þeirra spil og niður í 'detaila' en ég hef góða tilfinningu útfrá æfingunni í dag og líður eins og það sé flott stemning í hópnum og að menn séu klárir að gefa allt fyrir landið."

Gæti litið vel út þegar allir eru komnir saman í honum

KSÍ opinberaði nýja landsliðstreyju í dag en hún verður notuð næstu tvö árin. Treyjan hefur ekki fengið neitt sérstaklega góð viðbrögð en Alfons á erfitt með að dæma hana eina og sér.

„Ég hef ekki séð hana í persónu en svona frá myndunum að dæma gæti þetta verið búningur sem lítur ótrúlega vel út þegar allir eru komnir saman í hann en það er erfitt að dæma hana eina og sér," sagði Alfons um treyjuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner