Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ceballos og Bellerin vilja ganga í raðir Betis
Mynd: EPA
Bellerin naut sín í botn er Betis vann spænska Konungsbikarinn.
Bellerin naut sín í botn er Betis vann spænska Konungsbikarinn.
Mynd: Getty Images

Real Betis er að gera sitt besta til að semja við Dani Ceballos og Hector Bellerin, sem voru liðsfélagar hjá Arsenal í tvö ár.


Miðjumaðurinn Ceballos, sem kom við sögu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool um helgina, var aðeins fimmtán ára þegar hann gekk til liðs við Betis og byrjaði atvinnumannaferilinn hjá félaginu.

Ceballos er 25 ára gamall leikmaður Real Madrid sem kom við sögu í 18 leikjum á nýliðnu tímabili. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og vill Betis fá hann ódýrt.

„Ceballos vill ólmur ganga til liðs við okkur í Betis. Í dag er hann leikmaður Real Madrid og þess vegna get ég ekki tjáð mig frekar um þetta," sagði Antonio Cordon, yfirmaður íþróttamála hjá Betis.

Bellerin er hægri bakvörður hjá Arsenal og á 239 leiki að baki fyrir félagið en þykir ekki jafn góður og hann var áður fyrr. Slæm krossbandsslit hægðu á honum og er Cedric Soares búinn að taka yfir bakvarðarstöðuna hjá Arsenal.

Bellerin á einnig eitt ár eftir af sínum samningi og ætlar Betis að reyna að fá hann ódýrt.

„Bellerin elskar Betis. Hann er kominn aftur til Arsenal en við munum sjá hvað gerist í sumar."

Bellerin varði síðustu leiktíð á láni hjá Betis og spilaði 32 leiki fyrir félagið.

Betis gerði frábæra hluti, liðið vann Konungsbikarinn og endaði í 5. sæti spænsku deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner