Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. maí 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini fer til Los Angeles FC
Mynd: Getty Images

Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini mun líklegast enda fótboltaferilinn hjá Los Angeles FC í bandarísku MLS deildinni.


Hinn 37 ára gamli Chiellini, 38 í ágúst, hefur verið meðal bestu varnarmanna heims í meira en áratug og lék 26 leiki með Juve á nýliðnu tímabili.

Fabrizio Romano segir að Chiellini sé á förum til Los Angeles þar sem hann mun spila með Carlos Vela. Los Angeles er meðal bestu liða deildarinnar og trónir á toppi vesturhlutans sem stendur, með 29 stig eftir 14 umferðir.

„Ég vil prófa nýja reynslu, bæði sem atvinnumaður í fótbolta og fyrir mig persónulega. Eftir það mun ég snúa aftur til starfs hjá Juventus, það er pottþétt. Tórínó er mitt heimili," sagði Chiellini við La Gazzetta dello Sport.

Chiellini er goðsögn hjá ítalska landsliðinu sem hann hefur spilað 116 leiki fyrir og unnið EM. Með Juve vann Chiellini ítölsku deildina og bikarinn en mistókst að vinna Meistaradeildina, liðið endaði tvívegis í öðru sæti.

Chiellini var valinn besti varnarmaður í Serie A, efstu deild ítalska boltans, þrjú ár í röð frá 2008 til 2010. Þá var hann fimm sinnum valinn í lið ársins í deildinni auk þess að hafa verið valinn í lið ársins á EM og í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner