mán 30. maí 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI: 12:00 Dregið í 16-liða úrslit karla og 8-liða kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag klukkan 12. Drátturinn verður í beinni lýsingu hér á Fótbolta.net.

Liðin í pottinum í Mjólkurbikar karla

Besta deild: ÍA, FH, KR, Fram, KA, Víkingur R., Breiðablik

Lengjudeild: Selfoss, Afturelding, HK, Kórdrengir, Fylkir

2. deild: Ægir, ÍR, Njarðvík

3. deild: Dalvík/Reynir



Liðin í pottinum í Mjólkurbikar kvenna

Besta deild kvenna: Þróttur R., KR, Stjarnan, Þór/KA, Selfoss, Valur, Breiðablik, ÍBV
12:22
Leikdagar verða gefnir út síðar í dag en drættinum er lokið.

Mjólkurbikar kvenna:
Breiðablik - Þróttur
ÍBV - Stjarnan
Selfoss - Þór/KA
Valur - KR

Mjólkurbikar karla:
ÍA - Breiðablik
FH - ÍR
KA - Fram
Selfoss - Víkingur R
Ægir - Fylkir
Njarðvík - KR
Kórdrengir - Afturelding

Eyða Breyta
12:22
Mjólkurbikar kvenna:
Breiðablik - Þróttur

Síðasti leikurinn er svo viðureign Breiðabliks og Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði sótti kúluna og staðfesti það. Þessi lið mættust í úrlistum í fyrra.

Eyða Breyta
12:21
Mjólkurbikar kvenna:
ÍBV - Stjarnan

Enginn fulltrúi mætti frá ÍBV svo Guðný sótti kúlu með andstæðing þeirra, Stjörnunni.

Eyða Breyta
12:21
Mjólkurbikar kvenna:
Selfoss - Þór/KA.

Dean Martin kemur líka upp að draga fyrir kvennaliðið, mótherjinn er Þór´/KA.

Eyða Breyta
12:20
Mjólkurbikar kvenna:
Valur - KR

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir dregur sér mótherja fyrir Val, úr kúlunni kom KR.

Eyða Breyta
12:19
Næst er dregið kvennamegin.

Eyða Breyta
12:18
Drættinum er lokið. Leikdagar eru 26. - 28. júní. Víkingar eru í Evropukeppni þar á undan svo þegar er ljost að þeirra leikur fer fram 28. júní.

Eyða Breyta
12:18
Mjólkurbikar karla:
Kórdrengir - Afturelding

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja staðfestir síðustu kúluna, þeir mæta liði Aftureldingar.

Eyða Breyta
12:17
Mjólkurbikar karla:
Njarðvík - KR

Njarðvík fær heimaleik við KR.


Eyða Breyta
12:16
Mjólkurbikar karla:
HK - Dalvík/Reynir.

Leifur Andri Leifsson fékk aðstoð frá Guðnýju til að opna sína kúlu, Dalvík Reynir kom þar uppúr.

Eyða Breyta
12:16
Mjólkurbikar karla:
Ægir - Fylkir

Baldvin Már Borgarson aðstoðarþjálfari dregur Fylki úr skálinni.

Eyða Breyta
12:15
Mjólkurbikar karla:
Selfoss - Víkingur R

Dean Martin þjálfari Selfoss dregur Íslands- og bikarmeistarana.


Eyða Breyta
12:15
Mjólkurbikar karla:
KA - Fram

Arnar Grétarsson þjálfari KA sótti kúlu með nafni Fram.


Eyða Breyta
12:14
Mjólkurbikar karla:
FH - ÍR

Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH dregur andstæðing sinna manna, ÍR.

Eyða Breyta
12:13
Mjólkurbikar karla:
ÍA - Breiðablik

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA dró Blikana. Erfitt verkefni.

Eyða Breyta
12:13
Guðný dregur upp fyrsta heimalið sem verður ÍA.

Eyða Breyta
12:12
Cecilía Rán og Guðný ganga nú upp að kúlunu og gera sig klárar að draga. Drátturinn er frjáls, þær draga heimalið og fulltrúi þess félags dregur sér svo andstæðing.

Eyða Breyta
12:10
Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ tekur til máls. Hann segir að fyrst verði dregið hjá körlunum að þessu sinni. Í 16 liða úrslitum eru sigurvegararnir úr 32 liða úrslitum, 7 lið úr Bestu deild, 5 úr Lengjudeildinni, þrjú úr 2. deild og 1 úr 3. deild.

Eyða Breyta
12:09
Nú ganga öll inn í salinn, það er alveg að hefjast dráttur!

Eyða Breyta
12:00
Fólk er að gæða sér á veitingum þessa stundina, styttist samt í að það verði dregið.

Eyða Breyta
11:51
Cecilía Rán og Guðný Árnadóttir sjá um að draga í dag.

Eyða Breyta
11:50
Ég fékk þær fréttir hérna að nýr landsliðsbúningur Íslands verður kynntur formlega seinna í dag. Fylgist með hér á Fótbolta.net. Á miðvikudaginn verður svo kynntur EM búningur sem kvennalandsliðið spilar í á EM í sumar.

Eyða Breyta
11:49
Fólk er byrjað að týnast inn í höfðuðstöðvar KSÍ. Cecilia Rán Rúnarsdóottir markvörður Bayern Munchen er hér mætt.

Eyða Breyta
09:40


Fótbolti.net fylgist með drættinum í beinni í dag. Athöfnin hefst klukkan 12 en eins og venja er þá verður dregið einhverjar mínútur yfir. Maturinn er í forgangi og fólk verður að vera búið að næra sig áður en hrært er í skálinni góðu.


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner