Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. maí 2022 14:47
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert dregur sig úr landsliðshópnum - Bjarki Steinn kemur inn
Bjarki Steinn Bjarkason
Bjarki Steinn Bjarkason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn stóri og stæðilegi, Hólmbert Aron Friðjónsson, verður ekki með íslenska landsliðinu í landsleikjunum fjórum í júní en hann hefur ákveðið að draga sig úr hópnum. Bjarki Steinn Bjarkason kemur inn í hópinn.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, valdi Hólmbert í upprunalega hópinn en sóknarmaðurinn hefur verið að gera ágætis mót hjá Lilleström frá því hann kom frá Holsten Kiel á láni í janúar.

Hólmbert mun ekki taka þátt í verkefninu í leikjunum gegn Ísrael, Albaníu og San Marínó, en KSÍ staðfesti þessar fregnir í dag. Liðið spilar tvívegis við Ísrael og einu sinni við Albaníu í Þjóðadeildinni og einn vináttuleik við San Marínó.

Bjarki Steinn Bjarkason mun koma inn í hópinn, en hann er á mála hjá Venezia á Ítalíu. Hann spilaði með C-deildarliðinu Catanzaro seinni hluta tímabilsins en liðið datt út í umspili um að komast í B-deildina á dögunum.

Bjarki á ekki landsleik að baki fyrir A-landsliðið en hefur spilað 10 leiki fyrir U21 árs landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner