Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. maí 2022 23:30
Victor Pálsson
Hörður Ingi ekki spilað vegna ökklameiðsla
Mynd: Sogndal

Hörður Ingi Gunnarsson hefur misst af síðustu þremur leikjum Sogndal í Noregi þar sem hann er að glíma við meiðsli.


Hörður Ingi lenti í tæklingu í leik gegn Start þann 15. maí síðastliðinn og var tekinn af velli eftir aðeins átta mínútur.

Síðan þá hefur Start spilað þrjá leiki án bakvarðarins og vannst einn af þeim gegn Stjordals Blink, 3-1.

Hörður hefur verið á hækjum eftir tæklinguna en hann er með beinmar í ökkla og verður frá í einhvern tíma.

Vonast er til þess að Hörður verði ekki lengur frá en í fjórar vikur en tímaramminn er í kringum 2-4 vikur.

Hörður er 23 ára gamall og gekk í raðir Sogndal í B-deild í Noregi frá FH fyrr á þessu ári.

Hann á að baki einn landsleik fyrir Ísland sem var spilaður við Mexíkó í maí í fyrra.


Athugasemdir
banner