Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 30. maí 2022 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Lewandowski staðráðinn í að yfirgefa Bayern í sumar
Robert Lewandowski vill ekki spila með Bayern á næstu leiktíð
Robert Lewandowski vill ekki spila með Bayern á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski ætlar ekki að spila með Bayern München á næsta tímabili og segir að hans tími hjá félaginu sé liðinn.

Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá þýska félaginu og vill hann komast sem allra fyrst til Barcelona á Spáni, það er draumur hans.

Pini Zahavi, umboðsmaður Lewandowski, hefur verið í viðræðum við Börsunga síðustu vikur og er samkomulagið svo gott sem klárt, en Bayern er að koma í veg fyrir að hann fari.

Lewandowski á ár eftir af samningi sínum hjá Bayern en félagið er meira en tilbúið til að leyfa honum að fara frítt á næsta ári.

Framherjinn segir nú í viðtali að hann hafi engan áhuga á því að spila áfram með liðinu.

„Eitt er öruggt í þessu og það er að tími minn hjá Bayern er liðinn. Ég get ekki hugsað mér að halda áfram góðu sambandi við félagið. Ég vona að Bayern heimili félagaskiptin og reyni ekki að halda mér, bara af því það getur það," sagði Lewandowski.
Athugasemdir
banner
banner
banner