Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 30. maí 2022 16:18
Brynjar Ingi Erluson
Messi segir Benzema eiga skilið að vinna Ballon d'Or - „Enginn vafi á því"
Lionel Messi og Karim Benzema
Lionel Messi og Karim Benzema
Mynd: EPA
Lionel Messi, sem hefur unnið Ballon d'Or-verðlaunin oftast allra, segir að Karim Benzema, framherji Real Madrid, eigi skilið að vinna verðlaunin í ár.

Messi, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, vann verðlaunin fyrir síðasta ár og var það í sjöunda sinn sem hann nær þeim merka áfanga.

Enginn leikmaður hefur unnið Gullboltann jafn oft og Messi en Cristiano Ronaldo kemur næstur á eftir honum með fimm stykki.

Tveir leikmenn hafa verið í umræðunni í ár, þeir Karim Benzema og Sadio Mané, en Benzema þykir nú líklegastur eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu.

„Eg held að það sé enginn vafi. Benzema átti magnað ár og vann Meistaradeildina. Hann var rosalega mikilvægur frá og með 16-liða úrslitunum. Það er enginn vafi í ár," sagði Messi við tyC Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner